Stórt gjaldþrot hjá Jóni Ásgeiri

Jón Ásgeir Jóhannesson
Jón Ásgeir Jóhannesson mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Gjaldþrotaskiptum á einkahlutafélaginu Þú Blásól sem var í eigu athafnamannsins Jóns Ásgeirs Jóhannessonar er lokið. Ekkert fékkst greitt upp í kröfur sem hljóðuðu upp á rúmar 102 milljónir króna. 

Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. Skiptum var lokið hinn 17. október sl. en félagið var úrskurðað gjaldþrota hinn 20. maí sl.

Fé­lagið komst í frétt­ir eft­ir að Pálmi Har­alds­son, sem kennd­ur er við Fons, lánaði því einn millj­arð króna en greiddi hins veg­ar lánið inn á per­sónu­leg­an tékka­reikn­ing Jóns Ásgeirs. 

Skipta­stjóri þrota­bús Fons fór fram á rift­un á lán­veit­ing­unni árið 2010. Hann taldi að um gjafagern­ing hefði verið að ræða. Jafn­framt taldi hann að greiðslan hefði verið ótil­hlýðileg, einkum vegna ná­inna hags­muna­tengsla Jóns Ásgeirs og Fons. Einnig kom fram í stefnu máls­ins að viðskipt­in voru tal­in til mála­mynda, auk þess sem sömu stjórn­ar­menn voru í fé­lög­un­um Fons og Þú Blá­sól.  

Við skýrslu­töku skipta­stjóra yfir Pálma Har­alds­syni kom fram að þeir Jón Ásgeir hefðu komið sér sam­an um að fjár­hæðin yrði notuð til greiðslu Blá­sól­ar á hluta af enska Formúlu 1 kapp­akst­ursliðinu Williams.

Skuld­ina bar að greiða um mitt ár 2012 ásamt vöxt­um. Hins veg­ar var kraf­an af­skrifuð sjö mánuðum eft­ir að lánið var veitt.

Lánið var greitt inn á tékka­reikn­ing Jóns Ásgeirs og við at­hug­un á bók­haldi þrota­bús Fons kom hvergi fram að pen­ing­arn­ir hafi í raun og veru runnið til eign­ar­halds­fé­lags­ins Þú Blá­sól.

Lán­veit­ing­in var tek­in fyr­ir í Aur­um-mál­inu þar sem millj­arður­inn sem um ræðir var hluti sex millj­arða láns sem FS38, fé­lag í eigu Fons, fékk til að kaupa hluta­bréf í Aur­um Hold­ings af Fons.

Jón Ásgeir sagði fyr­ir dómi að fjár­mun­irn­ir hefðu fyr­ir mis­tök verið greidd­ir inn á sinn reikn­ing í stað eign­ar­halds­fé­lags­ins. Hann sagðist þá hafa ráðstafað fjár­mun­un­um fyr­ir hönd Þú Blá­sól­ar.

Í mál­inu kom fram að Jón Ásgeir notaði hluta af millj­arðinum til að greiða ríf­lega 700 millj­óna yf­ir­drátt­ar­skuld við Glitni.

Jón Ásgeir var sýknaður í mál­inu en Hæstirétt­ur hef­ur síðar ómerkt dóm­inn og sent málið aft­ur heim í hérað.

Ætlaði að hasla sér völl í formúl­unni

Í um­fjöll­un Viðskipta­blaðis­ins um Williams-viðskipt­in frá ár­inu 2009 kem­ur fram að Jón Ásgeir gerði í byrj­un árs 2008 samn­ing við eig­anda hins fræga Formúlu 1 kapp­akst­ursliðs um að fá að kaupa 10% hlut í lok des­em­ber sama ár.

Það var háð því skil­yrði að Jón Ásgeir yrði einn af aðalstyrkt­araðilum fé­lags­ins í gegn­um fé­lög und­ir hans stjórn. Það gekk eft­ir og voru Ham­leys og fleiri fyr­ir­tæki Baugs í Bretlandi bak­hjarl­ar Williamsliðsins.

Glitn­ir veitti Jón Ásgeiri banka­ábyrgð á greiðslunni en hvorki Jón Ásgeir né Glitn­ir gátu hins veg­ar efnt samn­ing­inn í des­em­ber 2008. Stjórn Williams-liðsins lagði þá fram tveggja millj­arða kröfu í þrota­bú bank­ans.

Stofnaði 101 Capital

Þú Blá­sól ehf. skilaði síðast árs­reikn­ingi til rík­is­skatt­stjóra árið 2007 en sama ár stofnaði það eign­ar­halds­fé­lagið 101 Capital, ásamt Eign­ar­halds­fé­lag­inu ISP ehf., sem var í eigu Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, eig­in­konu Jóns Ásgeirs.

101 Capital átti fyr­ir hrun meðal ann­ars hluta­bréf í FL-Group, en var úr­sk­urðað gjaldþrota í des­em­ber 2011. Líkt og fram kem­ur í fyrri frétt mbl voru hluta­bréf­in hins veg­ar færð yfir í Styrk In­vest, sem áður hét BG Capital og varð síðar gjaldþrota, í apríl 2008.

Pálmi Har­alds­son lagði einn millj­arð inn á tékka­reikn­ing Jóns Ásgeirs …
Pálmi Har­alds­son lagði einn millj­arð inn á tékka­reikn­ing Jóns Ásgeirs í stað þess að leggja inn á Þú Blá­sól. mbl.is/Þorkell
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK