Nota Airbnb fyrir skyndikynni

Hópur notenda Airbnb þjónustunnar virðist nota hana fyrir skyndikynni erlendis. Líkt og flestir þekkja finna ferðalangar gestgjafa í gegnum heimasíðuna og gista heima hjá þeim ef viðskiptin ganga í gegn.

Nokkrir úr þessum hópi sögðu Business Insider reynslusögur en á spjallssvæðinu Reddit má einnig finna hóp þar sem málefnið er rætt. Við stutta yfirferð virðast sumir segja þetta vera gott fyrirkomulag en aðrir óttast slæma umsögn á síðunni eftir viðreynslu.

Í samtali við BI segist 25 ára gamall maður sem býr í London hafa stundað kynlíf með brasilískri konu sem leigði herbergi heima hjá honum í nokkra daga. „Ég spurði hvort hún vildi koma yfir í svefnherbergið mitt og hún játaði því,“ segir hann og bætir við að sambandið hafi verið með þessum hætti allar gistinæturnar. Þá segir 27 ára frönsk kona svipaða sögu. Gestgjafinn hafi boðist til þess að fara með henni út í drykki og þar á eftir enduðu þau í rúminu.

Flestar sögurnar eru góðar og hafa kynnin verið með samþykki beggja aðila. Hins vegar segist ein konan hafa þurft að ýta gestgjafanum frá sér um kvöldið og morguninn eftir vaknað með hann á rúmgaflinum. Hún átti herbergið pantað í aðra nótt en leitaði annað. Hún deilir skjáskoti af samskiptum sínum við þjónustufulltrúa Airbnb vegna þessa þar sem henni var boðin endurgreiðsla vegna seinni næturinnar og hvött til þess að skilja eftir neikvæða umsögn um gestgjafann.

Yfir þrjú þúsund íbúðir í Reykjavík eru skráðar á Airbnb.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK