Olís styrkir fimm góðgerðarfélög

Verkefnið ,,Gefum & gleðjum
Verkefnið ,,Gefum & gleðjum" var kynnt í dag. Frá vinstri eru Jón Svanberg Hjartarson frá Landsbjörg, Anna Gunnhildur Ólafsdóttir frá Geðhjálp, Karl Roth frá Neistanum, Anna H. Pétursdóttir frá Mæðrastyrksnefnd, Ragnhildur Ágústsdóttir, frá Styrktarfélagi barna með einhverfu, og Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís.

Næstu fimm föstudaga munu fimm krónur af hverjum seldum eldsneytislítra renna til nokkurra góðra málefna; Styrktarfélags barna með einhverfu, Mæðrastyrksnefndar, Neistans styrktarfélags hjartveikra barna, Geðhjálpar og Landsbjargar. Verkefnið ber heitið „Gefum & gleðjum“. 

,,Það er okkar samfélagslega skylda að leggja góðum málefnum lið. Olís hefur undanfarin ár styrkt myndarlega við hin ýmsu verkefni, samtök & íþróttafélög og því viljum við halda áfram,“ er haft eftir Jóni Ólafi Halldórssyni, forstjóra Olís, í tilkynningu. „Það þurfa allir á eldsneyti að halda í jólaösinni og með því að koma við á næstu Olís eða ÓB stöð á föstudegi þá getur þú látið gott af þér leiða.“

Verkefnið „Gefum & Gleðjum“ er á þá vegu að hvert þessara fimm félaga mun eiga sinn föstudag. N.k. föstudag, þann 27. nóvember, munu fimm krónur af hverjum seldum lítra á Olís og ÓB fara til stuðnings Styrktarfélagi barna með einhverfu, þann 4. desember til Mæðrastyrksnefndar, 11. desember til Neistans, 18. desember til Geðhjálpar og Landsbjargar milli jóla og nýárs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK