Flugfargjöld hækka um 10%

LEON NEAL

Verð á flugi frá Íslandi hækkar um 10% næstu viku og er hækkunin mest á styttri flugleiðum, samkvæmt nýrri verðkönnun Dohop.

British Airways dýrast til London

Af þeim fjórum flugfélögum sem nú fljúga reglulega til London er British Airways dýrast, en hjá þeim kostar flugmiðinn um 62.000 krónur að meðaltali. Icelandair, WOW air og easyJet bjóða öll farmiða báðar leiðir í kringum 45.000 krónur. WOW air býður að meðaltali lægsta verðið til London fyrir komandi vikur, eða 43.500 krónur að meðaltali báðar leiðir með töskugjaldi.

Mesta hækkunin á styttri leiðum
Mestar hækkanir á komandi tímabili (næstu 8 vikur) eru til áfangastaða sem eru nálægt Íslandi; verð á flugi til Ósló hækkar um 33%, 25% hækkun er á verði á flugi til Edinborgar, 26% til London og 20% til Helsinki.

Lítil breyting á verði til Bandaríkjanna
Verð á flugi til Boston og New York helst stöðugt. Vart er mælanlega breyting á verði á flugi til Boston og meðalfarmiðinn til New York lækkar meira að segja um tæp 3% og er eina lækkunin á milli tímabila sem skoðuð eru, segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK