Landsvirkjun gefur út skuldabréf til 7 ára

Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. mbl.is/Kristinn

Landsvirkjun hefur samið um útgáfu skuldabréfs til sjö ára að fjárhæð fimm milljónir Bandaríkjadala. Bréfið mun bera 3,9% fasta vexti sem greiðast ásamt höfuðstól í einu lagi á lokagjalddaga.

Skuldabréfaútgáfan er gerð undir EMTN (e. Euro Medium Term Note) ramma Landsvirkjunar án ríkisábyrgðar og verður skráð í kauphöllinni í Lúxemborg. Umsjónaraðili útgáfunnar er Citigroup, að því er fram kemur á vef Landsvirkjunar.

Andvirði útgáfunnar verður nýtt til almennrar fjármögnunar Landsvirkjunar

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK