Með Visakortið í úrinu

Bellamy úrin.
Bellamy úrin. Mynd/Swatch

Greiðsluúr frá Swatch og Visa eru væntanleg á markað í byrjun næsta árs. Flaga með greiðslukortaupplýsingum verður fyrir neðan skífuna en þess fyrir utan er enginn aukabúnaður í úrinu. Það mun kosta um eitt hundrað dollara, eða rúmar þrettán þúsund krónur.

Visakorthafar í Bandaríkjunum, Brasilíu og Sviss munu geta keypt sér úrið sem á að virka í öllum þráðlausum posum. 

Úrið nefnist „Bellamy“ en samkvæmt Swatch var það nefnt í höfuðið á bandaríska rithöfundinum Edward Bellamy sem skrifaði um útópíska veröld þar sem greiðslukort höfðu komið í stað fyrir reiðufé. Bókina skrifaði hann árið 1888 og nefnist „Looking Backward 2000-1887“.

Swatch ætlar að koma fleiri snjallúrum á markað á næstu misserum, þ.á.m. Touch Zero sportúrinu sem verður með ýmsum aukahlutum. 

Frétt PC Mag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK