Bókun tengist TripAdvisor

Ken Frohling, framkvæmdastjóri hjá Viator og Hjalta Baldurssyni, forstjóri Bókunar.
Ken Frohling, framkvæmdastjóri hjá Viator og Hjalta Baldurssyni, forstjóri Bókunar.

Hugbúnaðurinn Bókun, sem er vinsælt sölu- og birgðakerfi í íslenskri ferðaþjónustu, hefur verið beintengt við bókunarvél Viator, sem er bókunarvél TripAdvisor.

Í tilkynningu er haft eftir Ken Frohling, framkvæmdastjóra hjá Viator, að fjölbreytta vöruúrvalið á Íslandi falli fel að viðskiptavinum Viator og TripAdvisor. „Við vonumst til að sem flest fyrirtæki sjái sér hag í að tengjast beint við okkur í gegnum Bókun.“

Hjalti Baldursson, forstjóri Bókunar, segir tenginguna vera þýðingarmikla fyrir viðskiptavini þar sem notendur geti nú tengst beint við þessa söluaðila.

Í gegnum tenginguna við Bókun geta íslenskir ferðaþjónustuaðilar selt vörur sínar í rauntíma hjá Viator, TripAdvisor og fjölda annarra sölurása. Viator býr yfir framboði af ferðum og afþreyingu á 1.500 stöðum í heiminum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK