Minni velta í Kauphöllinni

Kauphöllin.
Kauphöllin. mbl.is/Þórður

Heildarviðskipti með hlutabréf drógust saman um 14 prósent milli mánaða og námu rúmum 47 milljörðum króna í nóvember en það jafngildir um 2,2 milljörðum króna á dag. Þetta er 27 prósent hækkun milli ára.

Mest voru viðskiptin með bréf Icelandair Group, eða alls 15,9 milljarða króna, viðskipti með bréf Marels námu 6,5 milljörðum króna, 3,8 milljarða króna viðskipti voru með hlutabréf VÍS, viðskipti með bréf Eimskipafélags Íslands námu 3,5 milljörðum króna og 2,8 milljarða króna viðskipti voru með bréf Reita.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,7 prósent á milli mánaða og stendur nú í 1.816 stigum.

Á Aðalmarkaði Kauphallarinnar var Kvika banki með mestu hlutdeildina, eða 22,3 prósent, Landsbankinn var með 22,2 prósenta hlutdeild og Arion banki með 21,3 prósenta hlutdeild.

Í lok nóvember voru hlutabréf tuttugu félaga skráð á Aðalmarkaði og Nasdaq First North á Íslandi. Nemur heildarmarkaðsvirði skráðra félaga 1.020 milljörðum króna samanborið við 1.038 milljarða í október.

Aukin skuldabréfaviðskipti

Heildarviðskipti með skuldabréf námu 232 milljörðum í síðasta mánuði sem samsvarar 11,1 milljarðs veltu á dag. Þetta er 27 prósent hækkun frá fyrri mánuði en viðskipti í október námu 8,7 milljörðum á dag. Hækkunin frá fyrra ári nemur 51 prósenti.

Alls námu viðskipti með ríkisbréf 190 milljörðum en viðskipti með íbúðabréf námu 23 milljörðum. Mest voru viðskipti með RIKB 25 0612, 37,5 milljarðar, RIKB 22 1026, 29,7 milljarðar, RIKB 19 0226, 29,2 milljarðar, RIKB 31 0124, 27,7 milljarðar og RIKB 20 0205, 25,2 milljarðar.

Á skuldabréfamarkaði var Arion banki með mestu hlutdeildina, eða 23,6 prósent. Íslandsbanki var með 23,2 prósenta hlutdeild og Kvika banki með 21,9 prósent.

Aðalvísitala skuldabréfa (NOMXIBB) lækkaði um 3,8 prósent í nóvember og stendur í 1.156 stigum.

Óverðtryggða skuldabréfavísitala Kauphallarinnar (NOMXINOM) lækkaði um þrjú prósent og sú verðtryggða (NOMXIREAL) lækkaði um 3,8 prósent.                        

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK