Veitur taka við af Orkuveitunni

Nýtt merki fyrir Veitur ohf. Veitur eru hin nýja Orkuveita …
Nýtt merki fyrir Veitur ohf. Veitur eru hin nýja Orkuveita gagnvart viðskiptavinum.

Orkuveita Reykjavíkur mun draga sig í hlé sem málsvari þjónustunnar sem hún veitir og dótturfélagið Veitur ohf. mun taka við. Veitur og Orkuveitan hafa fengið nýtt kennimerki. 

Þetta er meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi sem Orkuveita Reykjavíkur og Veitur stóðu fyrir í dag en þar voru kynntar breytingar á ásýnd fyrirtækjanna gagnvart viðskiptavinum.

Veitur urðu til við uppskiptingu í ársbyrjun 2014 en fyrirtækið hefur frá stofnun starfað undir merki Orkuveitu Reykjavíkur.

Framvegis verða þrjú félög ásjóna starfsemi OR gagnvart viðskiptavinum  og landsmönnum, þ.e. Orka náttúrunnar (ON), Gagnaveita Reykjavíkur, með vörumerki sitt Ljósleiðarann, og Veitur.

Óbreytt rekstrarleg ábyrgð

Veitur ohf. eru stærsta fyrirtækið innan OR samstæðunnar og sér um að dreifa rafmagni, heitu og köldu vatni og reka fráveitur á svæði þar sem tæplega þrír af hverjum fjórum landsmönnum búa, þ.e. frá Grundarfirði í vestri til Hvolsvallar í austri. Framkvæmdastjóri Veitna er Inga Dóra Hrólfsdóttir verkfræðingur. Aukin áhersla verður lögð á rafræna þjónustu við viðskiptavini Veitna á nýrri vefsíðu.

Rekstrarleg ábyrgð samstæðunnar verður áfram óbreytt, engar breytingar eru á skipuriti í tengslum við þessar breytingar og móðurfélagið OR mun áfram svara fyrir samstæðuna í heild.

Í tilkynningu vegna þessa er  greint frá því að fjárhagsleg markmið í rekstri OR samkvæmt Planinu svokallaða hafi náðst, hálfu öðru ári á undan áætlun. Þar með hafi verið lagður grunnur að traustum fjárhag til langs tíma. Lán frá eigendum og gjaldskrárbreytingar skiluðu um fjörtíu prósent af árangri Plansins en sparnaður í rekstri og fjárfestingum ásamt eignasölu um sextíu prósentum.

Nýtt merki móðurfélagsins Orkuveitu Reykjavíkur.
Nýtt merki móðurfélagsins Orkuveitu Reykjavíkur.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK