Finna ekki hæfar konur

Michael Moritz
Michael Moritz

Hvers vegna eru ekki fleiri konur í áhrifastöðum í fjárfestingargeiranum? Framboðið af hæfum konum er ekki nægilega mikið. Þetta sagði Michael Moritz, stjórnarmaður fjárfestingarsjóðsins Sequoia Capital.

Sequoia Capital er einn stærsti sjóður Bandaríkjanna og hefur fjárfest í fyrirtækjum á borð við Google, Instagram, Airbnb og Dropbox. Engin kona er í stjórnendastöðu í fyrirtækinu. 

Í viðtali við Bloomberg segir Moritz gjarnan vilja ráða konur. Hins vegar sé hann ekki tilbúinn til þess að slaka á kröfunum sem gerðar eru við ráðningar til þess að jafna kynjahlutföllin. Hann sagðist hvorki horfa til kyns né trúarbragða við ráðningar. 

Fyrirtækið vilji starfsmenn með mikinn metnað og bakgrunn í tæknigeiranum. Fáar hæfar konur búi yfir mikilli reynslu á því sviði. Moritz segir að vandamálið megi rekja allt til grunnskóla þar sem konur velja gjarnan að leggja áherslu á önnur fög en tækni og vísindi.

Í samtali við CNN Money segir ráðgjafinn Joelle Emerson þetta vera rangt. Reyndin sé að fyrirtæki notist oftast við sömu ráðningaskrifstofur sem leiti eftir starfsfólki á sömu stöðum og í sömu hópum. Af þessu leiðir að starfshópurinn verður einsleitur.

Ástandið hjá Sequoia er ekki einsdæmi í Bandaríkjunum þar sem nýleg könnun sýndi að 92 prósent háttsettra starfsmanna innan fjárfestingageirans eru karlmenn. Í tæknigeiranum er sama hlutfall 77 prósent.

Fáar konur eru í áhrifastöðum í fjárfestingageiranum.
Fáar konur eru í áhrifastöðum í fjárfestingageiranum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK