Hard Rock sýnir rekstri Iðu áhuga

Samningar klárast líklega fyrir áramót.
Samningar klárast líklega fyrir áramót.

Hard Rock hefur áhuga á að opna veitingastað í Iðuhúsinu að Lækjargötu 2a. Bókaverslunin Iða er með óuppsegjanlegan leigusamning til næstu sex ára og þyrfti Hard Rock því að kaupa rekstur verslunarinnar. Veitingastaðurinn Sbarro og kaffihúsið Mezzo eru hins vegar á annarri hæð hússins og renna leigusamningar þeirra út í vor.

Hard Rock hefur haft mikinn áhuga á að opna á Íslandi og fyrir nokkru tryggði fjárfestirinn og einn eigenda Domino's Pizza, Birgir Þór Bielvedt, sér leyfi fyrir staðnum hér á landi.

Í samtali við mbl segist Birgir hafa verið að skoða ýmsa möguleika og þar með talið Iðuhúsið. Hann segist helst vilja vera í miðbænum og er markmiðið er að ganga frá samningagerð fyrir áramót. „Við erum komnir mjög langt á leið með samninga við Hard Rock og viðræður við ýmsa húsnæðiseigendur,“ segir hann.

Hard Rock skoðar ýmsa kosti í Iðuhúsinu og annars staðar.
Hard Rock skoðar ýmsa kosti í Iðuhúsinu og annars staðar. Skjáskot af ja.is

Skrá einkaleyfi

Hard Rock hefur einnig verið að tryggja sér lagalega stöðu hér á landi og að endurnýja einkaleyfi á vörumerkinu auk þess að hafa nýlega skráð „Rock Shop“ merkið hjá Einkaleyfastofu, en það stendur fyrir verslun Hard Rock sem selur varning tengdan veitingastaðnum.

Líkt og áður segir renna leigusamningar á efri hæðinni fljótlega út en Guðný Ósk Diðriksdóttir, annar eigandi Mezzo, segist engan áhuga hafa á að selja reksturinn.

Arndís B. Sigurgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Iðu, segist Iðuhúsið vel staðsett og því hafi margir áhuga.

Áhugi frá Hard Rock og fleirum

Aðspurð segir hún Hard Rock hafa sýnt húsnæðinu áhuga en ekki verið eina um það. „Og ég er enn með Iðu,“ segir hún glettin og bætir við að áhuginn hafi verið sérlega mikill á síðastliðnum þremur árum. „Það er mikið í gangi í miðbænum og það er hlaupið upp til handa og fóta eftir rétta húsnæðinu.“

Arndís segir ekkert hins vegar vera frágengið. Hún segir ákvörðun um sölu fara eftir tilboðinu og segir allt vera falt fyrir rétta verðið.

„En það væri líka æðislegt að fá þá fyrir ofan sig. Örugglega mikið líf og fjör,“ segir hún.

Stærðin sveigjanleg

Líkt og áður segir hafa Birgir og Hard Rock skoðað ýmsa möguleika og þá einnig marga kosti í Iðuhúsinu.

Hann segir sveigjanleika í stærð verða jákvæðan kost við Hard Rock. „Þú getur verið með allt frá 500 til 600 fermetra húsnæði og upp í 3.000 fermetra,“ segir hann. „Við erum að skoða hvaða stærð er hagkvæmust fyrir Ísland,“ segir hann og bætir við að staðurinn megi hvorki vera of lítill né of stór.

„Það eru yfirgnæfandi líkur á að það verði af þessu en það er ekki alveg 100% öruggt hvar það verður nákvæmlega,“ segir Birgir.

Hard Rock var í Kringlunni en var lokað árið 2005.
Hard Rock var í Kringlunni en var lokað árið 2005. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Tíu ár frá lokun

Hard Rock Café var rekið í Kringl­unni frá ár­inu 1987 en það var veit­ingamaður­inn Tóm­as Tóm­as­son sem opnaði staðinn á sín­um tíma. Gaum­ur hf, eign­ar­halds­fé­lag Bón­us-feðga, keypti Hard Rock á árið 1999 og átti staðinn þar til hon­um var lokað hinn 31. maí 2005.

Í dag eru 145 Hard Rock veit­ingastaðir í 59 lönd­um auk 21 hót­els og tíu spila­víta

Frétt mbl.is: Hard Rock aftur til Íslands?

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK