Tinder hvetur til líffæragjafa

Tinder smáforritið er vinsælt meðal einhleypra.
Tinder smáforritið er vinsælt meðal einhleypra.

Stefnumótaforritið Tinder hvetur nú fólk til líffæragjafa. Nokkrir reikningar í nafni fræga fólksins hafa verið stofnaðir og þegar notendur sýna áhuga fá þeir einungis skilaboð með hvatningu um að skrá sig sem líffæragjafa. Ekkert stefnumót.

Þetta á aðeins við í Bretlandi og eru það einungis notendur á aldrinum 18 til 35 ára sem fá skilaboðin. „Ef það það væri bara svona auðvelt að finna líffæragjafa,“ stendur þar.

Tinder hefur verið að prófa sig áfram með auglýsingar í forritinu en fyrr á árinu fékk vélmenni úr kvikmyndinni Ex-Machina reikning á síðunni og spjallaði við notendur.

Þá hafa fyrirtæki einnig verið að nýta sér vettvanginn fyrir eigin markaðssetningu. Þar má t.d. nefna WOW air sem heldur úti reikning á Tinder þar sem notendum gefst kostur á að vinna flugmiða sé daðrið gott.

Fréttmbl.is:WOW daðrar og gefur flugmiða

Skjáskot frá Twitter-síðu WOW. Hér hefur einhver verið að reyna …
Skjáskot frá Twitter-síðu WOW. Hér hefur einhver verið að reyna við flugmiða með ágætum árangri. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK