Greiðslukort hækka hjá Landsbankanum

Tilkynnt var um verðskrárbreytinguna fyrr í vikunni.
Tilkynnt var um verðskrárbreytinguna fyrr í vikunni. mbl.is

Landsbankinn breytti verðskrá sinni í vikunni og hækkuðu fjölmargir greiðslukortaliðir talsvert. Mest var hækkunin á árgjöldum fyrir námukort með grunntryggingum, eða um 68%, en almenn hækkun í tengslum við greiðslukort var á bilinu 5 til 17%.

Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að breytingarnar varði gjald fyrir innlausn erlendra ávísana og sérkjara fyrir námsmenn um kaup á húsaleiguábyrgðum. Ástæður fyrir breytingu á verðskrá vegna greiðslukorta eru sagðar vera breytingar á kortamarkaði sem leiða til hærri kostnaðar við útgáfu og umsýslu greiðslukorta.

Algeng hækkun á milli 5-17%

Mesta hækkunin er sem áður segir 68% á ársgjaldi námukorts með grunntryggingu sem fer úr 590 krónum upp í 990 krónur. Árgjald annarra korta Visa korta hækkar um 400 til 500 krónur hjá bankanum eða um 5-17%. Platinum kortin frá Visa eru undantekningin, en þau standa í stað og er árgjald þeirra áfram 19.900 krónur.

Landsbankinn breytti verðskrá sinni í vikunni. Talsvert var um hækkanir …
Landsbankinn breytti verðskrá sinni í vikunni. Talsvert var um hækkanir á liðum sem tengjast greiðslukortum. Mynd/mbl.is

Árgjald fyrir gullkort Mastercard hjá bankanum hækkar um 1.400 krónur, eða 15% og Platinum kortið hækkar um 1.800 krónur, eða 10%. Kosta þau eftir hækkun 10.900 og 20.400 krónur á ári.

Gjöld vegna skuldfærslu kreditkorta hækka einnig hjá bankanum, en allir liðir hækka um 20 krónur. Þannig fer sjálfvirk skuldfærsla án yfirlits úr 75 krónum upp í 95 krónur, eða upp um 27%. Greiðsluseðill með pappírsyfirliti hækkar úr 340 krónum í 360 krónur eða um 6%.

Dýrari úttektir í útlöndum

Þá verður dýrara fyrir fólk að taka út peninga í hraðbönkum erlendis, en lágmarksþóknun vegna úttektar reiðufjár erlendis fer úr 690 krónum upp í 800 krónur, eða upp um 16&.

Árgjald debetkorta hækkar einnig um 195 krónur, eða 39% og kostar eftir hækkun 690 krónur. Hver debetfærsla hækkar einnig úr 16 krónum upp í 17 krónur, eða um 6%.

Landsbankinn tekur fram í tilkynningu að eftir breytinguna telji bankinn sig áfram bjóða samkeppnishæf kjör. Samkvæmt svörum frá Arion banka og Íslandsbanka hafa engar ákvarðanir verið teknar um breytingu á verðskrá hjá þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK