Aðeins 296 fyrirtæki með 50 starfsmenn eða fleiri

Á Íslandi eru aðeins 296 fyrirtæki með fleiri en 50 …
Á Íslandi eru aðeins 296 fyrirtæki með fleiri en 50 starfsmenn. Ernir Eyjólfsson

Árið 2014 var 26.801 virkt fyrirtæki með tæplega 111 þúsund starfsmenn. Rekstrartekjur þessara fyrirtækja námu rúmlega 3.300 milljörðum króna. Af virkum fyrirtækjum eru 23.718 með færri en 5 starfsmenn og alls 25.180 með færri en 10 starfsmenn. Hjá fyrirtækjum með færri en 10 starfsmenn starfa samtals 32.150 og rekstrartekjur þessara fyrirtækja námu tæpum 708 milljörðum króna árið 2014.

Til samanburðar voru einungis 143 fyrirtæki með fleiri en 100 starfsmenn, hjá þeim störfuðu tæplega 42 þúsund og rekstrartekjur námu 1.527 milljörðum króna. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem Hagstofa Íslands hefur nú birt í fyrsta skipti um skipulag og rekstur fyrirtækja.

Aðeins eru 296 fyrirtæki á landinu þar sem starfsmannafjöldi er yfir 50 manns, samkvæmt tölum Hagstofunnar, en fjöldi starfsmanna í þeim fyrirtækjum er rétt tæplega helmingur af þeim sem starfa hjá fyrirtækjum landsins. Sjá má nánara yfirlit yfir þessar tölur á vef Hagstofunnar hér.

Tölfræðin byggist á samræmdri aðferðafræði og er samanburðarhæf við fyrirtækjatölfræði í öðrum löndum Evrópu. Tölfræðin byggist á rekstrarframtölum fyrirtækja og einstaklinga. Hún nær til einkageirans utan landbúnaðar, fjármála- og vátryggingastarfsemi. Opinber stjórnsýsla, heilbrigðis- og félagsþjónusta, fræðslustarfsemi, menningar-, íþrótta- og tómstundastarfsemi ásamt starfsemi félagasamtaka er undanskilin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK