Mannabreytingar í Kastljósi

Brynja hættir í Kastljósinu eftir áramót.
Brynja hættir í Kastljósinu eftir áramót. Mynd/RÚV

Brynja Þorgeirsdóttir, ritstjóri Menningarinnar í Kastljósi, mun hætta störfum í byrjun næsta árs og Bergsteinn Sigurðsson, sem hefur verið einn umsjónarmanna Síðdegisútvarps Rásar 2, mun taka við hlutverkinu.

Þetta kemur fram í frétt Kjarnans þar sem jafnframt segir að Brynja ætli að einbeita sér að gerð nýrrar þáttaraðar af Orðbragði auk þess sem hún mun sinna annarri þáttargerð.

Guðmundur Pálsson, Baggalútur og dagskrárgerðarmaður, mun taka við starfi Bergsteins í Síðdegisútvarpinu og stýra því ásamt Björgu Magnúsdóttur og Atla Má Steinarssyni á komandi ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK