Minni verðbólga á evrusvæðinu

AFP

Verðbólga á evrusvæðinu reyndist lægri í desember en spáð hafði verið samkvæmt tölum frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, sem birtar voru í dag. Verðbólgar mældist 0,2% í desember en reiknað hafði verið með að hún yrði 0,3%.

Fram kemur í frétt AFP að þetta sé talsvert langt frá verðbólgumarkmiði Evrópska seðlabankans sem sé um eða rétt undir 2% og bendi til þess að ítrekaðar tilraunir bankans til þess að auka verðbólguna hafi til þessa ekki skilað tilætluðum árangri.

Ennfremur segir að tölurnar nú auki þrýsting á Evrópska seðlabankann að grípa til frekari aðgerða til þess að auka verðbólgu. Lítil verðbólga kemur sér vel fyrir neytendur til skemmri tíma segir í fréttinni en til lengri tíma leiði hún til vítahrings minni eftirspurnar og færri starfa. 

Verðhjöðnun stuðli þannig að því að neytendur fresta kaupum á vörum í von um enn lægra verð sem leiði til þess að fyrirtæki fresti fjárfestingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK