Minnsti hagvöxtur í aldarfjórðung

Hagvöxtur mældist 6,9% í Kína í fyrra en árið 2014 mældist hagvöxturinn 7,3%. Þetta r minnsti hagvöxtur í Kína í aldarfjórðung en þrátt fyrir það er hann í takt við markmið stjórnvalda sem höfðu sett 7% hagvöxt sem markmið fyrir árið 2015.

Hagvaxtartölurnar höfðu jákvæð áhrif á fjárfesta víða í Asíu enda nánast í takt við væntingar. En hagvöxturinn er mun minni en árið á undan og sýnir svart á hvítu hvaða erfiða starf bíður stjórnvalda í Kína sem berst við að ræsa hagvaxtarvélina sem einkennt hefur landið undanfarna áratugi.

Helsta hlutabréfavísitalan í Sjanghaí, sem hefur lækkað um tæp 20% frá áramótum, hækkaði um 3,2% í dag en miklar sveiflur voru á gengi hlutabréfa í Kína í dag. Í Hong Kong hækkaði Hang Seng vísitalan um 1,4% og í Tókýó hækkaði Nikkei vísitalan um 0,6%.

AFP
Hagvöxturinn hefur ekki verið jafn lítill í Kína í 25 …
Hagvöxturinn hefur ekki verið jafn lítill í Kína í 25 ár en samt er hann meiri en víðast hvar annars staðar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK