Minnir mest á 2007

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,4% milli mánaða í desember
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,4% milli mánaða í desember mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 9,4% frá fyrra ári, þar af hækkaði fjölbýli um 10% og sérbýli um 7,6%. Þetta eru mestu verðhækkanir milli ára sem sést hafa frá árinu 2007. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,4% milli mánaða í desember, þar af hækkaði fjölbýli um 1,7% og sérbýli um 0,3%. Hækkun á verði sérbýlis var meiri en áður síðasta árið, segir í Hagsjá Landsbankans.

Spá 8% hækkun á ári næstu þrjú árin

Í þjóðhagsspá Hagfræðideildar Landsbankans frá því  í nóvember var því spáð að fasteignaverð myndi hækka um 9,5% á árinu 2015 þannig að sú spá hefur gengið vel eftir. Hagfræðideildin spáir 8% hækkun fasteignaverðs á ári næstu þrjú árin. Verðbólga hefur verið lág á árinu og því hefur raunverð fasteigna hækkað umtalsvert. Vísitala neysluverðs án húsnæðis var nær óbreytt frá árinu 2014 þannig að nafn- og raunhækkanir á húsnæði voru nánast þær sömu, sem er mjög óvenjuleg staða.

Sé litið á stærri sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins má sjá að verðhækkanir á milli ára voru mismunandi milli bæja, en sums staðar var hækkunin meiri eða álíka og á höfuðborgarsvæðinu.

Meiri hækkun á Akureyri en á höfuðborgarsvæðinu

Hækkunin á Akureyri milli ára var t.a.m. töluvert meiri en á höfuðborgarsvæðinu, en hækkanirnar í Vestmannaeyjum og í Fjarðabyggð voru svipaðar og á höfuðborgarsvæðinu. Árborg og Reykjanesbær skera sig nokkuð úr og hefur verðið lækkað í Árborg og einungis hækkað um 2,6% í Reykjanesbæ.

„Að jafnaði kemur megindrifkrafturinn í hækkun fasteignaverðs til af hefðbundnum áhrifaþáttum eins og þróun kaupmáttar, tekna og atvinnustigs. Allir þessir þættir stefna nú í þá átt að ýta undir hækkun fasteignaverðs. Þessu til viðbótar er nokkuð ljóst að verulega vantar á að framboð íbúða anni eftirspurn og greinilega er þörf á nýjum íbúðum inn á markaðinn til þess að hægt sé að anna eftirspurn. Flestir undirliggjandi þættir vísa því í áframhaldandi hækkun fasteignaverðs,“ segir í Hagsjá Landsbankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK