Íslendingar sjöttu bestu gestgjafarnir

Ljósmynd/Skjáskot af heimasíðu Airbnb

Nærri þrefalt fleiri bókuðu gistingu hér á landi í gegnum Airbnb í fyrra en árið á undan og allur þessi fjöldi lætur oftar en ekki vel af móttökunum. Þetta kemur fram á vef Túrista.

Þar kemur fram að nú megi finna hátt í 4 þúsund íslensk gistirými á vef Airbnb og fjölgaði gestum fyrirtækisins hér á landi um 156 prósent milli ára. Þeir sem bóka gistingu hjá Airbnb gefst kostur á að gefa leigusölunum einkunn í lok dvalar og þeir íslensku fá almennt góða umsögn samkvæmt upplýsingum frá Airbnb. Og reyndar svo góða að á síðasta ári voru það aðeins gestgjafar í fimm öðrum löndum sem fengu hærri meðaleinkunn en þeir íslensku eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. 

Athygli vekur að Norðurlöndin fimm komast öll á topp tíu yfir þau lönd þar sem heimamenn fá bestu meðmælin. 

Miðað við hina frægu höfðatölu þá er útbreiðsla Airbnb miklu meiri hér á landi en hjá frændþjóðunum. Hutfallslega eru nefnilega um sjöfalt fleiri íslensk gistirými en norsk í boði hjá Airbnb og fjöldinn hér er þrefaldur á við framboðið í Danmörku. Umsvif Airbnb á Íslandi eru orðin það mikil að fyrirtækið hefur á sínum snærum umtalsvert fleiri herbergie n þrjár stærstu hótelkeðjur landsins samanlagt,“ segir á vef Túrista. Er því bætti við að ekki séu það aðeins erlendir ferðamenn hér á landi sem nýta sér þjónustu Airbnb því í fyrra tvöfaldaðist nærri því sá fjöldi íslenskra túrista sem bókaði gistingu hjá Airbnb í útlöndum samkvæmt svari fyrirtækisins við fyrirspurn Túrista.

Þau lönd þar sem gestgjafar fá bestu meðmælin á Airbnb:
1. Nýja Sjáland
2. Serbía
3. Noregur
4. Svíþjóð
5. Bandaríkin
6. Ísland
7. Írland
8. Kanada
9. Finnland
10. Danmörk

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK