Guðmundur úr Garðabæ líklegastur

Aðeins 12,3 prósent stjórnenda framúrskarandi fyrirtækja eru konur.
Aðeins 12,3 prósent stjórnenda framúrskarandi fyrirtækja eru konur.

Fimmtíu til sextíu ára karlmaður sem heitir Guðmundur og er úr Garðabænum er líklegastur til þess að vera forstjóri framúrskarandi fyrirtækis á Íslandi.

Með framúrskarandi fyrirtæki er átt við fyrirtæki á nýlegum lista Credit Info.

Þetta kemur fram í tölfræði sem Viðskiptablaðið tók saman. Alls hlutu 682 fyrirtæki nafnbótina og var Guðmundur algengasta nafn stjórnenda. Á listanum voru 28 sem hétu því nafni. Ef eingöngu er litið til kvenkyns stjórnenda er Guðrún algengasta nafnið. 

Aðeins 12,3 prósent stjórnenda þessara fyrirtækja eru konur og 87,7 prósent eru karlar. Þetta er svipað hlutfall og í fyrra en hlutur kvenna hefur þó aukist um 0,5 prósent.

Þetta er töluvert minna hlutfall en hjá öllum fyrirtækjum á landinu þar sem 22 prósent stjórnenda eru konur.

Flestir stjórnendur búa í Garðabæ í póstnúmeri 210. Laufásvegur er hins vegar vinsælasta gatan í miðbænum en þar búa fimm stjórnendur framúrskarandi fyrirtækja.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK