Jóhann til Þekkingar

Jóhann Másson.
Jóhann Másson.

Jóhann Másson tók við stöðu sölu- og markaðsstjóra hjá Þekkingu hf. í byrjun febrúar. Jóhann hefur um árabil verið framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviða í fjarskiptum og upplýsingatækni.

Árin 2013 til 2015 var hann framkvæmdastjóri sölusviðs Egilsson / A4. Jóhann starfaði hjá Vodafone frá 2006 til 2013 og gegndi meðal annars stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs og þjónustusviðs. Frá 1999 til 2005 starfaði Jóhann hjá Símanum, lengst af sem  forstöðumaður fyrirtækjasviðs.

Jóhann nam tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Hann er virkur í íþróttahreyfingunni og formaður Júdósambands Íslands.

Þekking hf. er þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni. Hjá fyrirtækinu starfa um sjötíu manns og starfsstöðvar eru á tveimur stöðum á landinu, á Akureyri og í Kópavogi. Þekking býður fyrirtækjum upp á alhliða rekstrarþjónustu fyrir tölvukerfi, kerfisleigu, hýsingu, internetþjónustu og gagnaflutninga ásamt margs konar sérlausnum, ráðgjöf og kennslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK