Hjúkrunarheimili baggi fyrir ríkið

Sveitarfélög og samtök sjálfstæðra fyrirtækja sem reka hjúkrunarheimili hafa gert …
Sveitarfélög og samtök sjálfstæðra fyrirtækja sem reka hjúkrunarheimili hafa gert kröfur á ríkið um hærri daggjöld og greiðslur á uppsöfnuðu tapi síðustu ára. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Lagaskylda hvílir á ríkissjóði um að láta rekstur hjúkrunarheimila ganga upp. Staða margra þeirra er hins vegar orðin mjög bág og einhver eiga hundraða milljóna kröfur á ríkissjóð vegna þessa. Litlar upplýsingar hafa komið fram um hversu stórt málið er í raun og veru en ljóst er að áhrifin á ríkisfjármálin kunna að verða töluverð.

Hagfræðideild Landsbankans fjallar um hjúkrunarheimili í nýjustu Hagsjánni en deildin hefur undanfarið verið að benda á lausa enda í ríkisfjármálum sem sýna verri mynd en fjarlög og ríkisreikningur gefa til kynna.

Sveitarfélög og samtök sjálfstæðra fyrirtækja sem reka slík heimili hafa gert kröfur á ríkið um hærri daggjöld og greiðslur á uppsöfnuðu tapi síðustu ára.

Ríkið neitar að greiða uppsafnaðan kostnað

Samkvæmt lögum á ríkissjóður að standa undir ákveðnum þáttum varðandi hjúkrunarheimili; að veita styrki til stofnkostnaðar og standa straum af rekstrarkostnaði með daggjöldum.

Í desember sl. kom fram að bæjarráð Garðabæjar hafði falið lögmanni sínum að undirbúa stefnu gegn ríkinu vegna kostnaðar við rekstur hjúkrunarheimilisins Ísafoldar og krefja ríkið um greiðslu skaðabóta vegna uppsafnaðrar skuldar.

Á fundi bæjarráðs var upplýst að fram hefði komið frá fulltrúum velferðarráðuneytisins að ríkissjóður hefði ekki fjármuni til að hækka daggjöld hjúkrunarheimila og að ríkissjóður hafi einnig hafnað að greiða uppsafnaðan umframkostnað enda séu ekki til fjárheimildir til þess.

Af hálfu Garðabæjar er því haldið fram að daggjöldin dugi ekki til þess að heimilið geti starfað samkvæmt þeim gæðaviðmiðum sem sett eru fram í kröfulýsingu velferðarráðuneytisins um starf hjúkrunarheimila og að Garðabær hafi greitt yfir 100 milljónir króna árlega til rekstrarins.

Þá hefur komið fram að 300 til 400 milljóna króna viðskiptaskuld hjúkrunarheimilisins Hraunbúða hefur safnast upp við Vestmannaeyjabæ vegna hallareksturs síðustu ár. Álíka staða mun vera uppi í fleiri sveitarfélögum.

Rekstur stefnir í þrot

Það lítur þannig út fyrir að uppsafnaður rekstrarhalli sem myndast hefur á mörgum hjúkrunarheimilum vegna fjárskorts undanfarin ár valdi því að rekstur þeirra stefni í þrot.

Því til viðbótar eru mörg heimili enn með miklar skuldir vegna lífeyrisskuldbindinga starfsmanna.

Ljóst má því telja að áhrifin á ríkisfjármálin kunna að verða töluverð að mati Hagfræðideildar Landsbankans.

Hagfræðideild Landsbankans bendir á að bág staða hjúkrunarheimila kunni að …
Hagfræðideild Landsbankans bendir á að bág staða hjúkrunarheimila kunni að hafa töluverð áhrif á ríkissjóð. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK