Þekkir ekki eigin laun

Yfirmaður Google í Evrópu virðist ekki vita hvað hann er með í laun. Þekkingarskorturinn kom fram í yfirheyrslum vegna skattamála fyrirtækisins.

Google samdi nýverið við bresk yfirvöld um að greiða 130 milljónir punda, eða 28,3 milljarða íslenskra króna, vegna vangoldinna skatta á síðastliðnum áratug. Samningurinn hefur vakið mikla reiði og finnst mörgum að upphæðin ætti að vera mun hærri. Tekjur fyrirtækisins í Bretlandi hafa runnið í gegnum dótturfélag í lágskattaríkjum og t.a.m. greiddi Google 11,6 milljónir punda í skatt árið 2012 af 3,4 milljarða tekjum.

Matt Brittin kom fyrir breska þingið í dag og svaraði spurningum um málið.

Þar fékk hann nokkuð einfalda spurningu er hljóðaði svo: „Hvað ertu með í laun Herra Brittin?“

Bittin svaraði: „Ég skal upplýsa ykkur um það með glöðu geði ef það kemur málinu við.“

Þingnefndin svaraði að spurningin hefði verið lögð fyrir. Augljóslega kæmi hún málinu við.

Þá sagðist hann ekki vera með töluna á hreinu. Hann gæti hins vegar útvegað hana.

„Veistu ekki hvað þú ert með í laun?“ spurði nefndin. „Ertu með grófa tölu án þess að kaupréttur sé tekinn með - hver eru grunnlaunin þín?“

Brittin ítrekaði þá að hann væri ekki með töluna.

Formaður þingnefndarinnar, Meg Hiller, vísaði þá til þess að Brittin virtist augljóslega búa í annarri veröld en almennir skattgreiðendur.

Frétt Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK