Annað risagjaldþrot í túnfiskbrölti

Félagið átti m.a. meirihluta í Atlantis Group sem sérhæfði sig …
Félagið átti m.a. meirihluta í Atlantis Group sem sérhæfði sig í lax- og tún­fisk­eldi. AFP

Mjög lítið fékkst greitt upp í kröfur við gjaldþrot félagsins Aurora Fjárfestingar en þrotið hljóðar upp á rúma fjóra milljarða króna. Félagið átti meirihluta í íslenska sjávarútvegsfyrirtækinu Atlantis Group sem einnig er gjaldþrota. Þá fékkst einnig lítið greitt upp í kröfur við milljarða gjaldþrot forstjóra fyrirtækisins árið 2014.

Aurora fjárfestingar ehf. var úrskurðað gjaldþrota hinn 11. febrúar 2013 og var skiptum lokið hinn 25. janúar sl. Forgangskröfur sem námu 4,5 milljónum króna fengust greiddar að fullu og 23 milljónir króna fengust greiddar upp í almennar kröfur sem námu rúmum fjórum milljörðum króna. Endurheimtur nema því tæpu einu prósenti.

Fjárfest í gæðafiskeldi

Danska félagið Lemuria Enterprises Aps, sem einnig er gjaldþrota, átti nær allt hlutafé í Aurora Fjárfestingum og var Óli Valur Steindórsson, framkvæmdastjóri félagsins.

Í lok ársins 2011 átti félagið 56,92 prósent hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu Atlantis Group auk þess sem fasteignafélagið Adiantum UAB og fjárfestingafélagið AUR Capital Inc. voru dótturfélög þess. Þá átti Aurora rúman fimm prósent hlut í túnfiskfyrirtækinu Umami Sustainable.

Í síðasta ársreikningi félagsins, frá árinu 2011, kemur fram að hagnaður ársins hafi numið rúmum 118 milljónum króna og var það töluverður viðsnúningur frá fyrra ári þegar tapið hljóðaði upp á 1,4 milljarða króna. Þá höfðu skuldirnar vaxið milli ára og námu 942 milljónum króna samanborið við 717 milljónir árið áður. Eigið fé var jákvætt um 938 milljónir króna.

Óli Val­ur Stein­dórs­son stofnaði Atlatis Group árið 2002, í fé­lagi við aðra, og fór nokkr­um árum síðar að fjár­festa í gæðafisk­eldi víðsveg­ar um heim­inn.

Í um­fjöll­un Morg­un­blaðsins frá ár­inu 2011 kem­ur fram að Atlant­is Group eignaðist þriðjungs­hlut í Kali Tuna í Króa­tíu árið 2004 og svo allt fyr­ir­tækið ári seinna. Vaxt­ar­verk­ir komu í rekst­ur­inn árið 2006 sem leiddu til þess að selja þurfti nokkr­ar eign­ir og létta á starf­sem­inni. Kali Tuna var þó haldið eft­ir. Á ár­inu var 2010 var ráðist í kaup á mexí­kósku fisk­eldistöðinni Baja Aquafarms en til þess að þau kaup gengju eft­ir varð að setja eign­irn­ar á markað í Banda­ríkj­un­um. Varð þá til fyr­ir­tækið Uma­mi Sustaina­ble Sea­fod sem skráð var á markað í Banda­ríkj­un­um sum­arið 2010. Varð Óli Val­ur þá for­stjóri þess fram til árs­ins 2012.

Atlant­is Group lagði áherslu á lax- og tún­fisk­eldi og sölu sjáv­ar­af­urða, og þá einkum til Jap­an.

Röð gjaldþrota

Atlant­is Group var úr­sk­urðað gjaldþrota þann 14. janú­ar 2013 og tóku gjaldþrota­skipt­in tæp tvö ár í fram­kvæmd. Alls feng­ust um 21 millj­ón króna greidd­ar upp í þá 8,5 millj­arða sem lýst var í þrota­bú Atlant­is Group, eða um 0,2 pró­sent.

Óli Val­ur var per­sónu­lega úr­sk­urðaður gjaldþrota hinn 11. fe­brú­ar 2013 og var skipt­um lokið 22. sept­em­ber 2014. Alls námu kröf­urn­ar um þrem­ur millj­örðum króna en upp í það feng­ust greidd­ar um 62 millj­ón­ir, eða um 2,1%. 

Gjaldþrotið er með stærri gjaldþrot­um ein­stak­lings hér á landi en fátítt er að þau séu tal­in í millj­örðum króna. 254 milljarða gjaldþrot Sig­urðar Ein­ars­sonar, fyrr­um stjórn­ar­for­manns Kaupþings, er stærsta persónulega gjaldþrot Íslandssögunnar og vermir Björgólfur Guðmundsson annað sæti með 96 milljarða gjaldþrot. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK