Hefur aldrei selt meiri raforku

Búrfellsvirkjun
Búrfellsvirkjun mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Landsvirkjun hefur aldrei selt meiri raforku og á síðasta ári og eftirspurn eftir orku eykst stöðugt. Þetta kom meðal annars fram í máli Harðar Arnarssonar, forstjóra fyrirtækisins, á kynningarfundi fyrir fjölmiðla og aðila í viðskiptalífinu í morgun. Sagði hann afkomuna á síðasta ári hafa verið nokkuð góða. Sérstaklega miðað við á margan hátt krefjandi aðstæður á markaði. Þannig hafi til að mynda helstu viðskiptavinir, í ál- og kísiliðnaði, glímt við niðursveiflu en umtalsverður hluti orkusölu Landsvirkjunar væri tengdur verðlagi á framleiðslu þeirra. Fjölbreyttar aðgerðir hafi vegið þar upp á móti. Einkum aukin orkusala.

Frétt mbl.is: Gagnaverin komin til að vera

Þannig hafi Landsvirkjun selt á síðasta ári 13,9 terawattstundir þrátt fyrir ýmsar blikur á lofti í orkugeiranum. Þar af hafi 13,7 verið framleiddar í aflstöðvum fyrirtækisins. Einnig hafi raforkusamningar til að mynda verið endurskoðaðir og fyrir vikið orðið hagstæðari fyrir Landsvirkjun. Fyrir vikið hafi reksturinn skilað stöðugum tekjum þrátt fyrir lækkandi álverði. Sjóðsteymið væri sterkt og stæði undir fjárfestingum. Þá væri að nást góður árangur í helsta markmiði fyrirtækisins sem væri að létta á skuldsetningu þess.

Skuldir Landsvirkjunar væru þannig að lækka um rúmar 200 milljónir dollara á milli ára og væru nú komnar í fyrsta sinn í langan tíma undir 2 milljarða dollara eða síðan árið 2005. Skuldsetning fyrirtækisins hefði þannig lækkað um 840 milljónir dollara frá árinu 2009 eða um rúma 100 milljarða króna. Á sama tíma hefði Landsvirkjun fjárfest verulega. Lögð hafi verið mikil áhersla á að sinna viðhaldsþörf aflstöðva fyrirtækisins. Það skipti ekki síst máli samhliða aukinni eftirspurn og þar með auknu álagi á kerfið. Þá hafi verið farið í byggingu nýrra virkjana.

Frétt mbl.is: Aukinn hagnaður hjá Landsvirkjun

Vísaði hann þar til Búðarhálsvirkjunar, sem komin væri í rekstur, og Þeistarreyki auk þess sem Landsvirkjun væri að fara af stað með stækkun Búrfellsvirkjunar. Þannig hafi tekist að vinna vel á skuldsetningu fyrirtækisins þrátt fyrir þessar fjárfestingar. Landsvirkjun stæði frammi fyrir nýrri stöðu í sögu sinni að vera með tvær virkjanaframkvæmdir á sama tíma, það er Þeistarreyki og stækkun Búrfellsvirkjunar. Þeistarreykir færu í rekstur haustið 2017 samkvæmt áætlun en stækkun Búrfellsvirkjunar vorið 2018.

Hörpur Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörpur Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK