Fá 99 þúsund krónum meira tollfrjálst

Bandaríkjamenn fá vörur sem kosta allt að 101 þúsund krónur …
Bandaríkjamenn fá vörur sem kosta allt að 101 þúsund krónur án tolla og gjalda. mbl.is/Rósa Braga

Bandarískum tollareglum hefur verið breytt þannig að engir tollar eða skattar eru lagðir á sendingar með allt að átta hundruð dollara verðmæti. Þetta er mikil breyting þar sem upphæðin var áður 200 dollarar. Þetta viðmið er ekki til á Íslandi en DHL hefur stillt það við 2.000 krónur. Rúmum 99 þúsund krónum munar þar á.

Atli Freyr Einarsson, framkvæmdastjóri DHL á Íslandi, segir þetta vera frábærar fréttir fyrir íslenska útflutningsaðila. Hann bendir á að netverslunum hafi t.d. fjölgað stórlega á síðustu misserum og er mikið pantað frá Bandaríkjunum. Telja má að hærri toll- og gjaldfrjáls heimild sé aukinn hvati fyrir Bandaríkjamenn til að versla vörur erlendis frá.

Þetta er svokölluð De minimis regla og rökin með henni eru að meiri kostnaður en ágóði fylgi allri tollafgreiðslu og úrvinnslu af þessum vörum. Miðað við núverandi gengi nemur hin nýja heimild um 101 þúsund íslenskum krónum.

Óbreytt þrátt fyrir gengissveiflur

De minimis viðmiðið á Íslandi er ekki til en hjá DHL hefur það um árabil verið 2.000 krónur og haldist óbreytt þrátt fyrir miklar gengissveiflur. Fari sendingar í gegnum Íslandspóst eru gjöld greidd af öllum sendingum en fari þær í gegnum DHL tekur fyrirtækið aftur á móti á sig kostnaðinn af sendingum undir fyrrnefndu viðmiði. Að sögn Atla er DHL rukkað um 750 krónur í svokallað smápakkagjald fyrir þessar sendingar. Hann segir það hins vegar ekki svara kostnaði að innheimta gjaldið fyrir hvern pakka.

Þrátt fyrir breyttar reglur þurfa ákveðnar vörur ennþá að fá samþykki innflutnings ásamt viðeigandi greiðslu skatta og tollagjalda. Það eru áfengi, ilmvatn, tóbak, vörur sem falla undir skilmála S. Fish and Wildlife stofnunarinnar, lyf og hjúkrunarvörur og aðrar vörur með yfir 200 dollara verðmæti sem falla undir skilmála Matvæla- og lyfjaeftirlitsins.

Yfirlýsing bandarískra tollyfirvalda.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK