Allir stjórnarmenn drógu framboð sín til baka

mbl.is/Styrmir Kári

Allir núverandi stjórnarmenn HB Granda drógu framboð sitt til baka á aðalfundi fyrirtækisins í dag og var þar með sjálfhætt við kosningu. Jónas Guðbjartsson, fjármálastjóri HB Granda, staðfesti þetta í samtali við mbl.is nú fyrir skömmu. Samkvæmt heimildum mbl.is gerðu stjórnarmenn þetta til að knýja fram framhalds-aðalfund. Jónas vildi ekki tjá sig frekar um málið en sagði frekari upplýsinga að vænta í kvöld.

Meðal stjórnarnmanna eru Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan og Kristján Loftsson sem hefur átt sæti í stjórninni frá 1988 og verið formaður hennar frá 2013.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK