21% farþegafjölgun hjá Icelandair

Boeing 757 þota Icelandair fær yfir sig vatnsboga í heiðursskyni …
Boeing 757 þota Icelandair fær yfir sig vatnsboga í heiðursskyni frá slökkviliði Orly flugvallar í París. Félagið hóf flug til vallarins í lok mars.

Icelandair flutti 221 þúsund farþega í millilandaflugi í mars og voru þeir 21% fleiri en á síðasta ári. Framboðsaukning á milli ára nam 20%. Sætanýting var 84% og jókst um 1,4 prósentustig á milli ára og hefur aldrei verið hærri í mars.

Farþegar í innanlandsflugi og Grænlandsflugi voru um 24 þúsund í mars og fjölgaði um 2% á milli ára.

Framboð félagsins var aukið um 1% samanborið við mars 2015. Sætanýting nam 73,0% og lækkaði um 0,3 prósentustig á milli ára.

Seldir blokktímar í leiguflugi jukust þá um 8% á milli ára. Fraktflutningar jukust um 1% frá því á síðasta ári.

Seldum gistinóttum á hótelum félagsins fjölgaði um 9% miðað við mars á síðasta ári. Herbergjanýting var 81,2% samanborið við 78,8% í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK