Lög um helgidagafrið barn síns tíma

Bingó er bannað á föstudeginum langa.Viðskiptaráð segir bannið takmarka frelsi …
Bingó er bannað á föstudeginum langa.Viðskiptaráð segir bannið takmarka frelsi einstaklinga til atvinnurekstrar eða skemmtana án þess að fullnægjandi rök séu til staðar. mbl.is/Golli

Viðskiptaráð Íslands styður frumvarp um brottfall laga um helgidagafrið. Lögin takmarka einstaklingsfrelsi um of og eru barn síns tíma segir Viðskiparáð.  

Píratar lögðu frumvarpið fram. Samkvæmt lögum um helgidagafrið er starfsemi markaða, verslunar og önnur viðskiptastarfsemi óheimil á tilteknum helgidögum.

Í lögunum eru jafnframt ýmsar skemmtanir, svo sem dansleikir eða einkasamkvæmi á opinberum veitingastöðum eða á öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang, óheimilar á tilteknum helgidögum. Fellur þar m.a. undir bingóbannið á föstudeginum langa sem flestir kannast líklega við.

Brot gegn lögum um helgidagafrið varða sektum og brjóti handhafi opinbers starfsleyfis gegn lögunum er heimilt að svipta hann leyfinu tímabundið eða fyrir fullt og allt ef brot er ítrekað.

Píratar lögðu frumvarpið fram.
Píratar lögðu frumvarpið fram. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óeðlilegt að hefðir trúfélags réttlæti kvaðir á alla

Í umsögn Viðskiptaráðs segir að bönnin takmarki frelsi einstaklinga til atvinnurekstrar eða skemmtana án þess að fullnægjandi rök fyrir slíkum takmörkunum séu til staðar. Að mati Viðskiptaráðs eiga einstaklingar að njóta sama frelsis alla daga ársins, hvort sem stjórnvöld kjósa að skilgreina þá sem sem helgidaga eður ei.

Tilgangur laga um helgidagafrið er „að vernda helgihald og til að tryggja frið, næði, hvíld og afþreyingu almennings á helgidögum þjóðkirkjunnar."

Að mati Viðskiptaráðs er þessi tilgangur barn síns tíma. „Í dag má telja óeðlilegt að hefðir eins trúfélags réttlæti kvaðir á alla einstaklinga í þjóðfélaginu, óháð því hvort þeir séu í viðkomandi trúfélagi eða ekki,“ segir Viðskiptaráð.

„Samkvæmt Hagstofu Íslands voru ríflega 28% Íslendinga utan þjóðkirkjunnar árið 2016. Frelsi allra einstaklinga til atvinnurekstrar eða skemmtana ætti því ekki að skerða á grundvelli hefða þeirrar kirkju.“

Lögbundnir frídagar áfram tryggðir

Með frumvarpinu er gerð orðalagsbreyting á lögum um 40 stunda vinnuviku til að tryggja rétt til frídaga á helgidögum. Í staðinn fyrir að þess sé getið að helgidagar þjóðkirkjunnar séu frídagar verða umræddir dagar taldir upp í því ákvæði sem lögbundnir frídagar.

Jafnframt er frítökuréttur og hvíldartími tryggður í kjarasamningum. Þrátt fyrir brottfellingu laga um helgidagafrið verður réttur til frítöku á helgidögum því áfram til staðar.

Hér má lesa frumvarpið í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK