Telja krónuna framtíðargjaldmiðil

Krónan
Krónan mbl.is/Heiðar Kristjáns­son

Tveir þriðju stjórnenda aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins (SA) telja líklegt að íslenska krónan verði framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. Þriðjungur telur það ólíklegt. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem kynnt var á ársfundi SA í dag.

Fram kemur á vefsíðu SA að í öllum stærðarflokkum fyrirtækja telji meirihluti svarenda að krónan verði framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. „Langflest stóru fyrirtækjanna telja líklegt að krónan verði framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar (92%), þar á eftir koma örfyrirtækin (70%), þá meðalstór fyrirtæki (68%) og loks lítil fyrirtæki (58%).“

Ennfremur segir að svörunum hafi verið skipt í fjóra flokka eftir stærð þeirra fyrirtækja sem svarendur eru forsvarsmenn fyrir. Það er í örfyrirtæki (me færri en 10 starfsmenn), lítil fyrirtæki (með 10-49 starfsmenn, meðalstór fyrirtæki (með 50-249 starfsmenn) og stór fyrirtæki (með 250 starfsmenn eða fleiri).

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK