Nöfn tilnefndra bankaráðsmanna

Landsbankinn
Landsbankinn mbl.is/Hjörtur

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar sjö aðalmanna og tveggja varamanna í kosningu til bankaráðs fyrir aðalfund Landsbankans hf. fimmtudaginn 14. apríl nk.

Aðeins tveir af sjö bankaráðsmönnum gáfu kost á sér til áframhaldandi setu. Hinir hættu vegna afskipta bankasýslu ríkissins. Bankasýsla ríkisins gerði tillögu að nýjum bankaráðsmönnum eftir umsögn valnefndar. 

Eftirtalin hafa verið tilnefnd sem aðalmenn í bankaráð Landsbankans:

  • Berglind Svavarsdóttir
  • Birgir Björn Sigurjónsson
  • Danielle Pamela Neben
  • Helga Björk Eiríksdóttir
  • Hersir Sigurgeirsson
  • Jón Guðmann Pétursson
  • Magnús Pétursson

Eftirtalin hafa verið tilnefnd sem varamenn í bankaráð Landsbankans:

  • Ásbjörg Kristinsdóttir
  • Einar Þór Bjarnason

Lagt er til að Helga Björk Eiríksdóttir verði kjörin formaður bankaráðs.

Bankaráð Landsbankans leggur til að greiddar verði 28,5 milljarðar króna í arð vegna reikningsársins 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK