Venesúela á barmi óðaverðbólgu

Nicolas Maduro, forseti Venesúela.
Nicolas Maduro, forseti Venesúela. AFP

481 prósenta verðbólgu má vænta í Venesúela á þessu ári og 1642% á því næsta samkvæmt nýjustu spám Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá spáir AGS 17 prósenta atvinnuleysi í landinu í ár og 21 prósenta atvinnuleysi á næsta ári.

„Venesúela er á barmi óðaverðbólgu,“ segir Kathryn Rooney Vera, forstöðumaður greiningardeildar BullTick Capital Markets. Verðbólga er nú þegar mikil í Venesúela. Samkvæmt upplýsingum frá ríkisstjórn landsins var verðbólga í landinu 141 prósent frá janúar til september á síðasta ári.

Sósíalistar ráða ríkjum í Venesúela og hefur forseti landsins, Nicolas Maduro, haldið áfram á sömu braut og forveri hans í starfi með miklum ríkisútgjöldum og dýru velferðarkerfi.

Frá þessu er greint á vef CNN en þar segir að landið hafi ekki efni á þessum miklu ríkisútgjöldum. Lágt olíuverð hefur sannarlega sett strik í reikning þjóðarbúsins, en um 95 prósent af öllum útflutningi landsins er olía.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK