Viðræður hafnar vegna H&M

H&M er á leiðinni til Íslands, að sögn DV.
H&M er á leiðinni til Íslands, að sögn DV.

Sænska verslunarkeðjan H&M er á leiðinni til landsins. Tvær verslanir verða opnaðar, önnur í miðbæ Reykjavíkur á jarðhæð svokallaðs Hafnartorgs, sem mun rísa árið 2018, og hin í Smáralindinni.

Þetta kemur fram í frétt DV. Þar segir að samkvæmt traustum heimildum hafi viðræður milli Regins fasteignafélags og H&M hafist í síðustu viku.

Vangaveltur um að þessi vinsæla verslunarkeðja verði opnuð hér á landi hafa lengi verið uppi, enda er hún einkar vinsæl á meðal Íslendinga sem ferðast út fyrir landssteinana.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK