Réði kokka í gegnum Tinder

Ariella Young ásamt matreiðslumanni sem hún réði í gegnum Tinder.
Ariella Young ásamt matreiðslumanni sem hún réði í gegnum Tinder. Mynd/Mychefit

Frumkvöðullinn Ariella Young sem stofnaði Mychefit hefur selt fyrirtækið fyrir 50 þúsund pund, eða níu milljónir króna. Fyrirtækið hefur vakið athygli þar sem Young notaði stefnumótaforritið Tinder til að ráða kokka.

Starfsemi Mychefit felst í því að viðskiptavinir geta ráðið kokk í gegnum vefsíðu fyrirtækisins. Kokkurinn mætir heim til viðskiptavina með öll hráefni og eldar. Þá er einnig hægt að panta matreiðslunámskeið sem haldin eru heima hjá viðskiptavinum.

Í samtali við Business Insider segist Young hafa ákveðið að selja fyrirtækið. Hún segist hafa verið hrædd um að fyrirtækið yrði aldrei neitt meira en þægilegt og ágætlega arðbært fjölskyldufyrirtæki. Vaxtatækifærin hefðu ekki verið nægilega mikil. 

Fjárfestar hafa þegar lagt um 50 þúsund pund í fyrirtækið og gróðinn af sölunni er því ekki mikill.

Hafði gott auga fyrir karlmönnum með svuntu

Fyrirtækið hefur hins vegar vakið mikla athygli sökum þess að flestir starfsmenn voru ráðnir í gegnum Tinder. Í viðtali við Guardian í janúar sl. sagðist Young hafa haft gaman að því að nota forritið áður en hún stofnaði fyrirtækið í persónulegum tilgangi.

Eftir að fyrirtækið var stofnað breyttist notkunin.

Young segist hafa eytt löngum stundum í forritinu og þurfti hún að slengja fjölda vonbiðla til vinstri áður en hún loksins fann karlmenn sem höfðu áhuga á eldamennsku eða voru með svuntu eða annan kokkaútbúnað á einhverri mynd. 

Ef leitin bar árangur benti hún einstaklingnum á vefsíðu fyrirtækisins, bað hann um að kynna sér málið og boðaði hann í viðtal ef áhugi var fyrir hendi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK