Skörp dýfa í Kauphöll

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um ríflega 4% í gær.
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um ríflega 4% í gær. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Mikil lækkun varð í Kauphöll Íslands í gær og lækkaði heildarvirði þeirra félaga sem þar eru skráð um 27 milljarða í viðskiptum dagsins. Langmesta dýfu tóku bréf Icelandair Group. Þau lækkuðu um 7,5% í ríflega 3,7 milljarða viðskiptum.

Þá brást markaðurinn einnig hart við uppgjörum fjarskiptafélaganna tveggja, Vodafone og Símans. Þannig lækkuðu bréf fyrrnefnda félagsins um 3% en Símans um tæp 3,7%, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Í samtali við blaðið segir Kristján Markús Bragason hjá Íslandsbanka að það komi á óvart að ekki hafi dregið úr lækkunum eftir því sem leið á daginn. „Oft sjáum við að þegar hlutirnir fara mjög skarpt niður sjá menn eðlilega á einhverjum tímapunkti kauptækifæri og bréfin hífast upp í kjölfarið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK