Kínversk stæling á Under Armour?

Merki Uncle Martian og merki Under Armour.
Merki Uncle Martian og merki Under Armour.

Nýjasta íþróttavörumerkið í Kína nefnist Uncle Martian og þykir vörumerki þess mjög kunnuglegt. Hafa einhverjir bent á að fyrirtækið gæti átt von á stefnu frá bandarískum kollega þeirra Under Armour. 

Nýja merkið var kynnt í síðustu viku. Fyrirtækið Tingfei Long Sporting Goods Co. stendur að baki Uncle Martian en það er rótgróinn skóframleiðandi í Kína. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í suðurhluta landsins og þar starfa um 800 manns.

Fyrirtækið hyggst nú marka sér stöðu á skómarkaðnum sem merkjavara og keppa við bandarísk fyrirtæki á borð við New Balance og Under Armour að sögn Huang Canlong, framkvæmdastjóra Tingfei.

Uncle Martian hefur þegar vakið mikla athygli á samfélagsmiðum og telja margir líkindi þess og Under Armour óumdeild.

Under Armour kom inn á kínverska markaðinn árið 2010 og rekur þar um 75 verslanir. 

Frá kynningu Uncle Martian.
Frá kynningu Uncle Martian. Mynd/Weibo
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK