Staða Kristjáns fer að skýrast

Kristján Gunnar Valdimarsson
Kristján Gunnar Valdimarsson

Staðan í máli Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors í skattarétti við Háskóla Íslands, fer bráðlega að skýrast að sögn Jóns Atla Benediktssonar, rektors.

Kristján Gunn­ar flæktist inn í umfjöllun um Panamaskjöl­in. í Kastljósi var birt­ur tölvu­póst­ur frá Kristjáni þar sem hann óskaði eft­ir að fá nokk­urs kon­ar umboð fyr­ir af­l­andsþjón­ustu lög­manns­stof­unn­ar Mossack Fon­seca hér á landi. Notaði hann titil sinn við Háskóla Íslands er hann hafði samband við lögmannsstofuna.

Lög­manns­stof­an Prompt­us, sem er í eigu Kristjáns, sá um stofn­un af­l­ands­fé­lags­ins fyr­ir borg­ar­full­trú­ann Júlí­us Víf­ill  Ingvars­son.

„Þetta er ennþá til skoðunar innan Háskóla Íslands en málið fer allt að skýrast,“ segir Jón Atli í samtali við mbl. „Í grunninn er þetta hins vegar starfsmannamál og ég get því lítið tjáð mig um það.“

Aðspurður um ferlið í svona málum segir Jón Atli að þegar mál sem þessi eru tekin upp sé fyrst leitað viðbragða hjá viðkomandi starfsmanni. Að því loknu er tekin ákvörðun um hvort málið verði sett í formlegt ferli.

Var forstöðumaður skattasviðs LÍ

Næsta skref í máli Kristjáns Gunnars yrði að setja það í formlegt ferli, verði það ákveðið.

Kristján Gunn­ar hefur kennt skattarétt við lagadeild Háskóla Íslands um árabil. Hann var skatt­stjóri í Vest­fjarðaum­dæmi um þriggja ára skeið, eða frá 1991 til 1993, og stjórnaði eft­ir­lits­skrif­stofu skatt­stjór­ans í Reykja­vík í sjö ár, eða frá 1993 til 2000.

Hann var for­stöðumaður skattaráðgjaf­ar Búnaðarbanka Íslands frá 2000 til 2003 en for­stöðumaður skatta­sviðs Lands­banka Íslands frá 2003 til 2008.

Frétt mbl.is: HÍ skoðar stöðu skattalektors

Fréttmbl.is: Vildi „umboð“ fyr­ir af­l­andsþjón­ustu

Kristján sóttist eftir viðskiptasambandi við Mossack Fon­seca.
Kristján sóttist eftir viðskiptasambandi við Mossack Fon­seca. Skjáskot úr Kastljósi
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK