Flugfélögin stundvísari í apríl

Frá Keflavíkurflugvelli.
Frá Keflavíkurflugvelli. mynd/Isavia

Farþegi á leið frá Keflavíkurflugvelli má búast við því að flug sé á réttum tíma í 84% tilvika samkvæmt úttekt Dohop. Easyjet var stundvísasta flugfélagið í aprílmánuði en 82% áætlaðra flugferða þess var á réttum tíma þá. Mestar tafir reyndust hjá Wowair.

Dohop skoðaði stundvísi þeirra þriggja flugfélaga sem eru með flest áætlunarflug frá Keflavíkurflugvelli í apríl. Heilt yfir er breska lággjaldaflugfélagið easyJet stundvísast. Icelandair var stundvísast við brottfarir, en Easyjet við komur.

Lendingar á Keflavíkurflugvelli voru á tíma í 74% tilvika. Þegar heildarstundvísi var skoðuð burtséð frá því hvort um komuflug eða brottför væri að ræða, sást að Easyjet var stundvísasta flugfélagið en þó munar aðeins 2% á Icelandair og easyJet. 5% munur er á stundvísi WOWair og Easyjet.

Fyrr í ár var munurinn á stundvísasta og óstundvísasta flugfélaginu meiri eða um 15%. Í febrúar voru öll þrjú flugfélögin óstundvísari en óstundvísasta flugfélagið nú og segir Dohop þannig að mikið hafi breyst til hins betra síðustu vikur.

Við útreikninga á stundvísi flugfélaganna notast Dohop við tölur frá Isavia. Sóttar eru upplýsingar um áætlaða brottfarar- og komutíma einstakra fluga og þær tölur bornar saman við raunverulegan tíma brottfara og koma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK