Hagnaður Landsbankans 3,3 milljarðar

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Ernir Eyjólfsson

Hagnaður Landsbankans nam 3,3 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 6,4 milljarða á sama tíma í fyrra. Rekstrartekjur námu 11,5 milljörðum og minnkuðu um rúmlega 3 milljarða frá fyrsta fjórðungi síðasta árs. Launakostnaður bankans var 3,75 milljarðar og jókst um 1,4% frá sama tímabili í fyrra.

Í tilkynningu kemur fram að vaxtamunur eigna og skulda nam 1,9% á 1. ársfjórðungi 2016 en var 2,0% á sama tímabili árið áður. Útlán Landsbankans jukust miðað við sama tímabil í fyrra, þrátt fyrir mikla og vaxandi samkeppni á lánamarkaði. Einnig hækkuðu þjónustutekjur vegna vaxandi viðskipta.

Vanskilahlutfall heldur áfram að lækka og var 1,7% á 1. ársfjórðungi, samanborið við 2,3% á sama tímabili í fyrra. Kostnaðarhlutfall hækkaði sem skýrist einkum af lægri tekjum af verðbréfum. Kostnaðarhlutfall fyrstu þrjá mánuði ársins er 55,8% samanborið við 48% á sama tímabili árið áður.

Eigið fé Landsbankans var 267,8 milljarðar króna 31. mars sl. og eiginfjárhlutfallið var 31,2%. Landsbankinn greiðir á þessu ári 28,5 milljarða króna í arð í tveimur greiðslum, annars vegar 20. apríl og hins vegar 21. september og gætir áhrifa arðgreiðslunnar því ekki í þessu uppgjöri.

„Afkoma Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi er viðunandi. Af hálfu bankans hefur lengi verið rætt um að vægi einskiptisliða, svo sem jákvæðra virðisbreytinga útlána, færi minnkandi og að ekki væri reiknað með áhrifum einskiptisliða til framtíðar. Sú hefur orðið raunin og uppgjörið nú lýsir reglubundnum rekstri bankans, án verulegra áhrifa frá óreglulegum liðum,“ er haft eftir Steinþór Pálssyni, bankastjóra í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK