Tenglar og myndir úr talningu Twitter

AFP

Samfélagsmiðillinn Twitter mun hætta að telja myndir og tengla inn í 140 stafabila takmark sitt fyrir tíst samkvæmt Bloomberg.

Stendur til að breytingin gangi í gegn innan næstu tveggja vikna að sögn miðilsins. Twitter hefur ekki staðfest fréttina en í janúar sagði stofnandi fyrirtækisins, Jack Dorey, að til stæði að skoða leiðir til að leyfa notendum að skrifa lengri færslur.

Sem stendur eru tenglar allt upp í 23 stafabil og minnka þannig til muna það pláss sem notendur hafa til eigin skrifa þegar efni af netinu er deilt.

140 stafabila ramminn var upprunalega settur upp til þess að passa inn í SMS. Þegar Twitter var hleypt af stokkunum árið 2006, áður en snjallsímar voru fáanlegir, skrifuðu margir notendur tístin upp sem slík smáskilaboð áður en þeir settu þau inn.

Síðan þá hefur Dorsey lýst takmörkunum sem „fallegum hömlum“ sem „vekja sköpunargleði og gagnorðan stíl“.

Þó hefur fyrirtækið átt í erfiðleikum með að laða að nýja notendur og hafa hlutabréf þess lækkað um meira en 70 prósent á síðastliðnu ári.

Í júní í fyrra tilkynnti Twitter breytingu á einkaskilaboðum milli notenda, úr 140 stafabilum í 10 þúsund.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK