Borgaryfirvöld skoði kvóta á tiltekna atvinnustarfsemi

Mikil eftirspurn er eftir verslunarrými í miðborginni og gamalgróin fyrirtæki …
Mikil eftirspurn er eftir verslunarrými í miðborginni og gamalgróin fyrirtæki eiga undir högg að sækja. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Miðborgin er jafnt og þétt að missa þau sérkenni sem felast í rekstri gamalla og rótgróinna fyrirtækja. Þetta segir Sigurður Már Guðjónsson, bakara- og kökugerðarmeistari hjá Bernhöftsbakaríi.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hann, að gríðarlegur þrýstingur sé á eigendur fasteigna í miðborginni að segja upp leigusamningum við rótgróin fyrirtæki til að koma að starfsemi sem talin er geta þjónað betur þeim ferðalöngum sem sækja höfuðborgina heim.

„Ég hef starfað hér á Bergstaðastrætinu frá árinu 1992 og ég hef skynjað miklar breytingar á allra síðustu árum. Það á ekki bara við um okkar fyrirtæki heldur mörg önnur fyrirtæki. Sum sögufræg kennileiti í borginni hafa hreinlega horfið á braut. Þetta voru allt fyrirtæki sem settu mikinn svip á miðborgina og héldu lífinu í henni. Saga Reykjavíkurborgar liggur í þessum rótgrónu fyrirtækjum sem mörg eru að skríða inn á aðra öldina. Þetta eru fyrirtæki á borð við Vísi, sem nýlega var flæmdur burt, og einnig verslun Jóns Sigmundssonar. Nýjasta dæmið er kaffihúsið Tíu dropar við Laugaveg.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK