225 milljóna króna hvalasýning

Á safninu má sjá alla hvali sem sést hafa við …
Á safninu má sjá alla hvali sem sést hafa við Íslandsstrendur. mbl.is/Golli

Um 260 þúsund króna tap varð af rekstri hvalasafnsins á Fiskislóð á árinu 2014 samkvæmt ársreikningi félagsins IWE ehf., sem heldur utan um rekstur safnsins. Ársreikningnum var skilað í haust en félagið hefur ekki skilað ársreikningi fyrir síðasta ár.

Á hvalasafninu „Whales of Iceland“ má finna stærstu hvalasýningu í Evrópu. Safnið var opnað í febrúar 2015 og á árinu 2014, sem ársreikningurinn nær til, var unnið að uppsetningu á hvalasýningunni. 

Upphaflega stóð til að opna sýninguna í september 2014 en verulegar tafir urðu á opnuninni vegna eldsvoða. Á árinu 2014 var allur kostnaður vegna sýningarinnar og uppsetningar hennar eignfærður. Utan tafa við opnun var ekki um að ræða neikvæð áhrif á félagið vegna eldsvoðans þar sem félagið var að fullu tryggt gegn eldsvoða og hafði einnig rekstrarstöðvunartryggingu.

Líkt og áður segir var allur kostnaður vegna sýningarinnar og uppsetningu hennar eignfærður á árinu 2014 en samkvæmt ársreikningi nema eignir félagsins samtals 349 milljónum króna. Þar af eru varanlegir rekstrarfjármunir metnir á 225 milljónir króna. Óefnislegar eignir eru metnar á 98 milljónir króna.

Skuldir félagsins námu í árslok 249 milljónum króna.

Eigið fé félagsins nam í árslok 99,7 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi, en þar af nemur hlutafé félagsins 69,1 milljón króna.

Fjárfestingasjóðurinn Landsbréf – Icelandic Tourism Fund I slhf. á 63,83% hlut í félaginu en IWH ehf. á 36,17% hlut. IWH ehf. er í eigu félagsins Framtíðarinnar ehf., sem aftur er í eigu fjárfestisins Harðar Bender. 

Frétt mbl.is: Um 60.000 gestir á einu ári

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK