Jolie ráðin til London School of Economics

Angelina Jolie.
Angelina Jolie. AFP

Leikkonan Angelina Jolie hefur verið ráðin gestaprófessor við London School of Economics (LSE). Hún mun kenna meistarastigsnámskeið sem fjallar um konur, frið og öryggismál. 

Skólinn er ofarlega á lista yfir bestu háskóla heims. Í tilkynningu frá skólanum segir að námskeiðið muni hefjast næsta haust og sé það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Námskeiðið verður á vegum kvennastofnunar LSE um konur, frið og öryggismál (LSE Centre for Women, Peace and Security) en Jolie kom stofnuninni á fót á síðasta ári ásamt utanríkisráðherra Bretlands, William Hague.

Í tilkynningu frá Jolie segir að m.a. sé nauðsynlegt að skoða stríðsglæpi gagnvart konum. Þá segist hún hlakka til kennslunnar og að miðla reynslu sinni sem sendiherra Sameinuðu þjóðanna.

London School of Economics.
London School of Economics. Ljósmynd/Wikipedia

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK