WOW fær tvær vélar beint úr kassanum

Amman er komin til landsins.
Amman er komin til landsins. Ljósmynd/WOW

Nýjasta vél WOW air, TF-GMA, kom til landsins í síðustu viku og hefur þegar hafið áætlunarflug. TF-GPA er svo væntanleg til landsins á næstu vikum. Um er að ræða glænýjar Airbus A321-vélar, árgerð 2016, sem WOW air fær afhentar beint frá verksmiðjum Airbus í Toulouse.

Í tilkynningu frá WOW segir að flugvélarnar séu þær fullkomnustu sinnar tegundar þegar kemur að eldsneytis- og umhverfisstöðlum ásamt því að þær séu útbúnar nýjustu gerð sæta til að tryggja þægindi farþega.

Amma og afi

Nýju vélarnar bera skráningarnúmerin TF-GMA og TF-GPA sem stendur fyrir „Grandma“ og „Grandpa“, eða amma og afi. Tvær nýjar Airbus A321-vélar WOW air fengu skráningarnöfnin TF-MOM og TF-DAD síðastliðið vor og Airbus A320-vélar félagsins fengu skráningarnar TF-SIS og TF-BRO. Núna í febrúar bættust svo nýju Airbus 321-vélarnar TF-SON og TF-KID í flugvélaflota WOW air.

WOW er MOM á hvolfi, á íslensku mamma, og þannig kviknaði hug­mynd­in að skrán­ingar­núm­er­um flug­véla­flota WOW air sem öll tengjast nú­tímafjöl­skyldu. WOW air hyggst reyna að halda áfram að skrá vél­ar sín­ar á þennan hátt.

Meðalaldur flugflota WOW air er 2,5 ár.
Meðalaldur flugflota WOW air er 2,5 ár. Ljósmynd/WOW

Einn yngsti flotinn

Með þessari viðbót mun WOW air auka sætaframboð sitt um 127% á þessu ári í 1,9 milljónir sæta en á síðasta ári var sætaframboð félagsins 837 þúsund. Allar ellefu flugvélarnar verða skráðar á flugrekstrarleyfi WOW air en til samanburðar voru aðeins tvær flugvélar skráðar á leyfi WOW air síðasta sumar. Flugfloti WOW air samanstendur af tveimur Airbus A320, sex Airbus A321 og þremur Airbus A330.

Meðalaldur flugflota WOW air er 2,5 ár sem er einn yngsti meðalaldur flugflota á heimsvísu.

„Við erum stolt af því að geta boðið upp á nýjasta flugflota Íslands og þótt víðar væri leitað.  Samstarf okkar við Airbus er félaginu mjög dýrmætt og forsenda fyrir áframhaldandi vexti félagsins með glænýjum flugvélum eins og þessum,“ er haft eftir Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK