María fjármálastjóri Landspítala

María Heimisdóttir.
María Heimisdóttir. Ljósmynd/Landspítali

María Heimisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala til næstu fimm ára. Fjármálasvið sinnir m.a. áætlanagerð, starfsemisgreiningum, innkaupum, birgðahaldi, launavinnslu, reikningshaldi og fjárstýringu Landspítala.
   
María lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1990. Hún stundaði framhaldsnám í lýðheilsufræðum og stjórnun heilbrigðismála í Bandaríkjunum og lauk MBA-prófi frá University of Connecticut 1997 og doktorsprófi frá University of Massachusetts árið 2002.

Hún starfaði hjá Íslenskri erfðagreiningu frá 1999 til 2002 þegar hún hóf störf á Landspítala. Hún sinnti sérverkefnum fyrir framkvæmdastjóra lækninga og framkvæmdastjóra fjármála árin 2003 til 2006, einkum á sviði rafrænnar sjúkraskrár og klínískra framleiðslumælinga. María leiddi hagdeild Landspítala frá árinu 2006 en hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs frá árinu 2011.

María er klínískur lektor við læknadeild Háskóla Íslands og hefur birt vísindagreinar í innlendum og erlendum fræðiritum, sinnt akademískum leiðbeinanda- og prófdómarastörfum, og stundað kennslu á sviði stjórnunar, lýðheilsu og klínískrar upplýsingatækni, m.a. í læknadeild og félagsfræðideild HÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK