Horfur á minni eftirspurn

Arion segir afnám hafta ekki gefa tilefni til hækkunar vaxta.
Arion segir afnám hafta ekki gefa tilefni til hækkunar vaxta. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Færa má ýmis rök fyrir því að það muni draga úr eftirspurn á fjármagnsmörkuðum, nú þegar næstu skref um losun fjármagnshafta liggja fyrir með lögum um aflandskrónueignir.

Um þetta er fjallað í nýjustu Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka.

Heimildir lífeyrissjóða til að fjárfesta erlendis muni væntanlega aukast hratt þegar líður á árið og sama ætti að gilda um almenning og fyrirtæki. Þá megi velta fyrir sér hvort ekki dragi úr fjárfestingu erlendra aðila á skuldabréfamarkaði þar til gjaldeyrisútboðinu er lokið.

Samtímis hefur Lindarhvoll, sem annast umsýslu eigna ríkissjóðs vegna stöðugleikaframlaga slitabúa bankanna, ákveðið að selja um 8 milljarða króna af skuldabréfum, sem eykur framboð á skuldabréfamarkaði tímabundið. Ýmis merki séu því um aukið framboð og lakari eftirspurn á fjármálamörkuðum til skamms tíma litið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK