María nýr formaður ÍMARK

María Hrund Marinósdóttir.
María Hrund Marinósdóttir.

María Hrund Marinósdóttir, markaðsstjóri VÍS, var kjörin formaður ÍMARK á aðalfundi félagsins sem fór fram í dag, 25. maí. María Hrund hefur setið í stjórn samtakanna í þrjú ár og verið varaformaður þeirra undanfarið ár. Þá hefur hún starfað sem markaðsstjóri VÍS frá lokum árs 2007.

Fráfarandi formaður er dr. Friðrik Larsen en hann hefur gegnt embættinu undanfarin þrjú ár. Þar áður sat hann í stjórn félagsins í tvö ár.

Tveir nýir stjórnarmenn voru kosnir í stjórn félagsins, þeir Einar Benedikt Sigurðsson, framkvæmdastjóri Tjarnargötunnar, og Hreiðar Þór Jónsson, forstöðumaður á markaðssviði hjá Vífilfelli. Úr stjórninni fara þeir Ólafur Örn Nielsen og dr. Friðrik Larsen.

Stjórn ÍMARK er því skipuð eftirtöldum aðilum fyrir starfsárið 2016 til 2017:

  • María Hrund Marinósdóttir, formaður ÍMARK og markaðsstjóri VÍS
  • Ásta Pétursdóttir, framkvæmdastjóri ÍMARK
  • Kristján Schram, markaðsráðgjafi hjá Íslensku auglýsingastofunni
  • Guðjón Guðmundsson, meðeigandi og ráðgjafi hjá Manhattan Marketing
  • Ágústa Hrund Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Sendiráðsins
  • Hólmfríður Einarsdóttir, markaðsstjóri Íslandsbanka
  • Hreiðar Þór Jónsson, forstöðumaður á markaðssviði Vífilfells
  • Einar Benedikt Sigurðsson, framkvæmdastjóri Tjarnargötunnar
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK