Ólafur fundaði með Apple um kaup á TW

Ólafur Jóhann Ólafsson starfar hjá Time Warner.
Ólafur Jóhann Ólafsson starfar hjá Time Warner. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ólafur Jóhann Ólafsson átti fyrir hönd Time Warner viðræður við Apple um möguleg kaup síðarnefnda fyrirtækisins á því fyrrnefnda á síðasta ári. Time Warner er eigandi HBO, CNN og Warner Brothers. Ólafur er aðstoðarforstjóri Time Warner. 

Þetta hefur Financial Times eftir þremur heimildamönnum sem þekkja til málsins. Kaupin eiga að hafa komið til umræðu á fundi sem Ólafur átti með Eddy Cue, yfirmanni iTunes, Apple Music og iCloud, hjá Apple. Fundurinn snerist um mögulegt streymi frá sjónvarpsstöðvum Time Warner í nýrri sjónvarpsstreymisþjónustu Apple sem enn hefur ekki verið komið á laggirnar.

Viðræðurnar náðu þó ekki lengra og komu hvorki Tim Cook né Jeff Bewkes, forstjórar fyrirtækjanna tveggja, að málinu.

Í frétt Financial Times er bent á að áhugi Apple á Time Warner undirstriki áhuga tæknirisans á að hefja framleiðslu á eigin efni. Þá sýni þetta einnig vilja Apple til að kanna nýjar slóðir þar sem sala á lykilvöru fyrirtækisins, iPhone-símanum, hefur dregist saman undanfarið.

Apple er sagt hafa áhuga á að stórauka framleiðslu á eigin efni og verja umtalsverðum fjármunum í verkefnið líkt og Amazon og Netflix hafa verið að gera. Í samtali við Financial Times segja þó nokkrir sem þekkja til málsins að Netflix gæti mögulega hentað betur en Time Warner fyrir Apple.

Apple er sagt hafa áhuga á að leggja mikla áherslu …
Apple er sagt hafa áhuga á að leggja mikla áherslu á framleiðslu á eigin efni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK