Ræðir ekki um aðra stjórnendur

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. mbl.is/Styrmir Kári

„Á ferli mínum sem stjórnandi hef ég ekki lagt í vana minn að fjalla opinberlega um hvað aðrir stjórnendur eru að gera eða ekki gera. Ég ætla að halda mig við það. Verkin tala,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, aðspurður um gagnrýni forstjóra WOW air á flugflota félagsins.

Í samtali við Viðskiptamoggann segist hann ekki gefa mikið fyrir gagnrýnina.

Líkt greint var frá í gær segist Skúli Mogensen, forstjóri WOW, ekki botna í flugflotastefnu Icelandair. Í samtali við Túrista sagðist Skúli telja að eina leiðin til að fjölga farþegum væri að nota stærri vélar á núverandi afgreiðslutímum. WOW ætlar að byggja upp flota sinn með stærri vél­um sem taka að lág­marki 200 farþega. Icelandair hefur hins vegar gengið frá pöntun á sextán þotum og á kauprétt á átta vélum í viðbót, sem taka færri farþega, eða 153 ann­ars veg­ar og 172 hins veg­ar.

Frétt mbl.is: Skúli botnar ekki í flugflota Icelandair

Björgólfur segir að Icelandair hafi horft til þess að vera með fleiri stærðir af vélum. Það opni á fleiri tækifæri til sóknar á aðra markaði. „Hjá Flugfélaginu verðum við með 37 sæta vél og 72 sæta vél, hjá Icelandair með 150, 180 og 260 sæta vélar. Þetta verður öflugri flóra til að sækja á markaði, sem við gætum ekki gert eingöngu með 757-vélinni,“ segir Björgólfur.

Skúli Mogensen, forstjóri WOW, skaut á Icelandair.
Skúli Mogensen, forstjóri WOW, skaut á Icelandair. Rax / Ragnar Axelsson

Aldur flugvéla helgast af notkun

„Ég botna ekk­ert í flota­stefnu Icelanda­ir, hvorki að halda áfram að taka inn tutt­ugu ára gaml­ar vél­ar í nú­ver­andi ár­ferði né að fjár­festa í þotum sem rúma færri farþega en vél­arn­ar sem fyr­ir eru,“ sagði Skúli einnig og gagnrýndi þannig kaup Icelandair á notuðum vélum.

Björgólfur segir að umræðan um flugvélaflota Icelandair sé stundum á nokkrum villigötum. Aldur flugvéla helgist ekki síst af notkun.

„Aldur og slit á flugvélum er mælt af flugtímum og lendingum. Við erum svo heppin hvað varðar leiðakerfi okkar að samsetningin í þessa veru er mjög góð. Hlutfall lendinga og flugtíma er svo hagstætt hjá okkur. Lendingarnar eru hlutfallslega svo fáar að elstu 757-vélarnar eru aðeins hálfnaðar hvað líftíma varðar,“ segir Björgólfur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK