Verðlag hækkar umfram spár

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,42% milli mánaða.
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,42% milli mánaða. KRISTINN INGVARSSON

Verðlag hækkaði um 0,42 prósentustig milli mánaða og er það meira en greiningaraðilar gerðu ráð fyrir. 

Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Hagstofunnar um vísitölu neysluverðs.

Greiningardeild Arion hafði gert ráð fyrir 0,2% hækkun, Landsbankinn gerði ráð fyrir 0,3% hækkun og Íslandsbanki var næstur með spá um 0,4% hækkun.

Síðastliðna tólf mánuði hefur verðlag hækkað um 1,7% en ef húsnæði er tekið út fyrir myndina nemur hækkunin 0,3%. Reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,8% og hafði 0,12% áhrif á vísitöluna.

Á síðasta ári hefur verð á innlendum vörum og grænmeti hækkað um 2,7% en verð á innfluttum vörum hefur lækkað um 2,3%.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK